a

Iceland Airwaves á betra verdi í bodi Joe & The Juice

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves hefur sent frá sér risastóra tilkynningu: Of Monsters and Men kemur fram á hátíðinni í ár. Hljómsveitin er að vakna úr dvala og sendi frá sér lagið Alligator í byrjun maí. Horfðu á textamyndband við lagið hér fyrir neðan.

Joe & The Juice býður upp á opinbera næringu Iceland Airwaves í ár. Fátt er meira viðeigandi en að skella sér á ískaldan Pick Me Up eftir gott kvöld með góðri tónlist en Go Away Doc gæti verið málið ef djammað er til morguns. Bara hugmynd.

Joe & The Juice býður upp á sérstakt tilboð á miðum á Iceland Airwaves, aðeins 12.900 krónur fyrir armband sem gildir á alla fjóra daga hátíðarinnar. Fullt verð er 16.900 krónur. Smelltu hér til að nýta þér tilboðið sem gildir til miðnættis 10. júní.

En af hverju er Joe & The Juice í samstarfi við tónlistarhátíð? Sjáðu til, sagan á bakvið órjúfanlega tengingu Joe & The Juice og góðrar tónlistar er fjandi góð — mögulega besta saga sem þú lest í dag. Árið 2002 var Joe & The Juice aðeins á einum stað; í hönnunarversluninni Rue Verte (við fjölluðum um hann hér).  Stofnandinn Kasper Basse var eini starfsmaðurinn og þegar hann fékk boð í brúðkaup voru góð ráð dýr; hann þurfti að redda einhverjum til að leysa sig af.

Þegar þarna var komið við sögu voru bestu dagarnir að skila 5.000 dönskum krónum í sölu og ekkert mátti fara úrskeiðis, enda lítill og viðkvæmur rekstur. Kasper fékk Pippo, strák sem hafði verslað reglulega hjá honum, til að standa vaktina og var á barmi taugaáfalls yfir því að hann myndi klúðra málunum. Hann fór samt í brúðkaupið og hringdi í Pippo um leið og þða kláraðist til að athuga hvort staðurinn væri enn þá á sínum stað.

Pippo sagði að allt væri í toppmálum, hann var búinn að selja fyrir 12 þúsund danskar krónur og allt gekk eins og í sögu. Kasper trúði varla sínum eigin eyrum og spurði hvernig hann fór að þessu. Svarið var einfalt: „Ég setti bara góða tónlist á fóninn, hækkaði vel í og bjó til smá partístemningu.“

Og það var ekki aftur snúið. Þegar Kasper mætti aftur í vinnuna hækkaði hann í tónlistinni og keyrði stemninguna í gang og nú er rífandi stemning á Joe & The Juice um allan heim.