a

Nýr stadur á Hafnartorgi

Margar af flottustu búðum landsins eru á Hafnartorgi og þess vegna vildum við að flottasti Joe & The Juice-staður landsins yrði þar líka. Sjáðu myndirnar hér fyrir neðan og drífðu þig svo í heimsókn.

Nú erum við búin að opna nýja staðinn okkar á Hafnartorgi og við gætum ekki verið ánægðari með hann. Staðurinn er nokkuð frábrugðin hinum stöðunum okkar á Íslandi og þar sem Hafnartorgið er nýjasti og flottasti punkturinn í miðborg Reykjavíkur vildum við reyna að gera enn betur en áður.

Og það tókst.

 

Nýi staðurinn er glæsilegur í alla staði. Það var viðeigandi að fylla staðinn af dönskum hönnunarhúsgögnum, enda varð Joe & The Juice til í Danmörku en merki á borð við Gubi, &Traditin, Norr11 og Menu eru áberandi. 

Þú átt eftir að elska að setjast niður með samloku og djús eða sötra á geggjuðum kaffibolla á nýja staðnum okkar og ef þú gleymir símanum geturðu bara horft í kringum þig.