a

Raudrófan is back!

Við erum með gleðifréttir: Rauðrófan er komin aftur á Joe. Heartbeet og Beet Shot eru að koma sér aftur fyrir á matseðilinn okkar, eftir allt of langa fjarveru.

Okkur finnst því viðeigandi að rifja upp fimm skotheld atriði þar sem vísindin sýna okkur að við ættum í raun að háma í okkur rauðrófur á hverjum einasta degi. Eða kreista úr þeim safann og drekka hann.

1. Góð næring – fáar kaloríur

Byrjum á byrjuninni. Rauðrófur eru stútfullar af vítamínum og steinefnum en innihalda ekki mikið af kaloríum. 100 grömm af rauðrófum innihalda meðal annars B9, B6 og C vítamín, magnesíum, járn, kalíum, fosfór og mangan. Allt þetta og aðeins 44 kaloríur.

2. Góðar fyrir hjartað

Rauðrófur innihalda mikið af nítrat, sem getur lækkað blóðþrýsting og þannig minnkað líkur á hjartaáfalli, heilablóðfalli og nýrnasjúkdómum. Þetta staðfesta rannsóknir, t.d hér, hér og hér).

3. Geta aukið afköst í íþróttum

Fjölmargar rannsóknir (t.d. hér,hér, hér,hér og hér) sýna að nítrat getur aukið afköst í íþróttum með því að bæta súrefnisupptöku. Þess vegna eru rauðrófur afar vinsælar á meðal íþróttafólks. Til að hámarka virkni er mælt með að innbyrða rauðrófur 2-3 klukkustundum áður en átök hefjast.

4. Geta mögulega minnkað bólgur

Vísbendingar eru um að rauðrófur geti dregið úr bólgum. Þetta hefur verið rannsakað (t.d. hér, hér og hér) en þörf er á frekari rannsóknum til að staðfesta kenninguna. Krónískar bólgur eru tengdar við fjölmarga sjúkdóma, t.d. offitu, hjartasjúkdóma og krabbamein.

5. Góðar fyrir meltinguna

Rauðrófur innihalda mikið af trefjum, sem hafa jákvæð áhrif á meltinguna. Þannig geta rauðrófur unnið gegn meltingarvandamálum á borð við hægðatregðu og ristilpokabólgu, eins og rannsóknir staðfesta (t.d. hér og hér).