a

Nýr matsedill!

Frábærar fréttir!

Síðasta árið höfum við verið að vinna að nýjum matseðli og að því að þróa nýjar spennandi vörur sem viðskiptavinir okkar vonandi falla fyrir. Ásamt því að breyta hönnun á matseðlinum sem gerir það auðveldara að velja þá höfum við bætt við nýjum og spennandi hráefnum til að viðskiptavinir okkar fái örugglega þau vítamín og bætiefni sem þarf. Við bættum við túrmerik, chilli, hafþyrnisberjum og hráu kakó.

TÚRMERIK SKOT: túrmerik, sítróna og epli

Ekkert púður.. Aðeins ferskar rætur.

CHILLI SKOT: chilli, sítróna og epli

Kryddum þetta aðeins. Við viljum sjá þig svitna og finna brunann frá chilli-inu.

HERB TONIC: túrmerik, engifer, ananas, rauð paprika, svartur pipar og epli

Sterk hráefni, sterkt bragð. Túrmerik og engifer hafa verið notuð í hefðbundinn Asískan mat í þúsundir ára.

PRINCE OF GREEN: gúrka, sítróna og ananas

Fáar kaloríur, rakagefandi og hollur með fersku bragði.

SUPER SHAKE: hafþyrnisber, banani, vanillumjólk

Ber sem eru full af vítamínum og notuð mikið í norræna matargerð í hundruði ára. Mjög góð fyrir húðina.

COCOA SHAKE: hrátt kakó, banani, súkkulaði möndlumjólk

Við kynnum til sögunnar “alvöru stöff”, hrátt kakó er súperfæða í Suður og Mið Ameríku, grikkirnir kalla þetta “fæðu guðanna”.

THE GUARDIAN: túrmerik, svartur pipar, ananas og gulrætur

Við gerðum þessa sterku blöndu af túrmerik, gulrótum, ananas og smá svörtum pipar til að gera daginn þinn enn betri.

IMMUNITY: hafþyrnisber, ananas og epli

Við breyttum hráefnunum aðeins til að ná fram sterkara og betra bragði.

JOE’S IDENTITY: gúrka, grænkál, brokkolí, spínat og sítróna

Ferskur, hreinn og grænn. Joe’s identity hefur allt sem þú þarft og líka fáar kaloríur.

Komdu við hjá okkur og smakkaðu níu nýja drykki – við hlökkum til að sjá þig!