Blog Layout

Við opnuðum fyrsta Joe and the Juice inni í hönnunarbúðinni Rue Verte í hjarta Kaupmannahafnar árið 2002. Rue Verte er goðsagnarkennd búð og verslanir okkar um allan heim hafa óhjákvæmilega mótast af því.

Til að skapa stemninguna sem verslanir okkar eru þekktar fyrir reynum við að blanda saman ítalskri hönnun og þessum skandinavíska stíl, sem Íslendingar þekkja svo vel og dettur aldrei úr tísku. Við höfum farið í gegnum allskonar hönnunarskeið — og það hefur gengið upp og ofan, sumt hefur floppað á meðan við höfum unnið verðlauna fyrir annað. Gangur lífsins.

Við reynum samt alltaf að gera eitthvað nýtt; sýna viðskiptavinum okkar eitthvað annað en búast má við frá samlokusala sem blandar djús og hellir upp á kaffi.

Rue Verte er ennþá svalasta búðin í Kaupmannahöfn og við ákváðum að spjalla aðeins við eigandann Michölu Jessen og spyrja spjörunum úr. Hún segir hönnuðirnir þrír á bakvið breska merkið Ochre séu í sérstöku uppáhaldi. „Þeir hafa alltaf heillað mig með hófstilltum glamúr,“ segir hún.

„Undanfarið hef ég orðin ástfangin af franska hönnuðinum Christophe Delcourt. Svo hefur ástríða danska fyrirtækisins Overgaard & Dyrmann fyrir handverki veitt mér innblástur.“

Hún segist fá innblástur úr eins mörgum áttum og mögulegt er; frá hótelum, veitingastöðum, fólki, tísku, arkitektúr, náttúrunni. „Svo túlka ég þetta allt í höfðinu á mér. Útkoman er vonandi persónulegur og tímalaus stíll,“ segir hún.

En hvað gerir nálgun hennar á innanhússhönnun einstaka?

„Ég reyni að lesa ekki of mörg tímarit til að vera trú sannfæringu minni. Svo reyni ég að verða ekki fyrir of miklum áhrifum frá tímabundnum tískustraumum, sem koma og fara.“

Michala segir að nærvera Joe and the Juice í verslun sinni skapi góða stemningu og segir að ástæðan fyrir því að fólk versli við Joe sé að það vilji spara tíma og hugsa um heilsuna. „Blandaðu þessu saman og þú ert komin með Joe and the Juice.“

En hvaða djús er í uppáhaldi hjá henni?

„Allir sem eru ferskir og heilsusamlegir. Kannski Joe’s Identity.“

//JOE

Share by: